Skelfileg búð!

Ójá sko... alveg hrikalega skelfileg... það er að segja fyrir VESKIÐ!!   Okkur kerlum datt í hug að fara í smá verslunarleiðangur hér í næsta bæ... ætlaði að vera góð við sjálfa mig og versla mér skó þar sem það er svolítið óþægilegt að þramma um í kuldaskóm í 22ja stiga hita Tounge   Lentum inní búð sem seldi fatnað á allar stærðir og gerðir... meira segja extra extra large eins og á mig eftir allt osta/sultu/brauðátið Grin   Jæja... við förum að skoða... ójedúddamía!   Rogaðist út með RISA poka eftir að ég var eiginlega búin að biðja svilkonu mína um að rota mig svo ég kæmist einhvern veginn útúr þessari búð þar sem ég var farin að örvænta um að ég þyrfti að leigja einkaflugvél undir mig og allt dótið heim!   Hef bara sjaldan séð annað eins sko.

Þetta var svona álíka og götumarkaðarnir í Hagkaup nema hvað þetta voru tískuföt og kræst hvað allt var flott!   Skæruliðarnir litlu eru sko gersamlega fataðir upp... gallar/náttföt/buxur/peysur/flott sett með buxum og peysum eða bolum.... og jú... greip EINA peysu fyrir mig í leiðinni til að hafa þegar ég lendi í kuldanum heima *glott* Tounge   Svo þegar komið var á kassann og ég var að reyna að burðast við að skilja kassadömuna hálf í örvæntingu yfir hvort ég væri nú með nóg af evrum til að borga þetta allt þá fékk ég nú annað áfall...    2 risapokar FULLIR af fötum á aðeins 123 evrur!!!!  11þús kall!!!!  Og ég er sko að tala um RIIIIIIISA poka og MIKIÐ af fötum!! W00t

Það var nú bara ein í hálfgerðu sjokki sem skrönglaðist með pokana að bílnum (eða kanski var það hitinn Undecided ) og lagði af stað heim.

Nú er að fá kallinn til að samþykkja að fara aftur (hann með vísakortið sko) og fata HANN upp og já kaupa vetrarföt á skæruliðana á aðeins 7 evrur úlpuna!!!!   Kræst... ég held ég þurfi að senda bara pakka í pósti heim. ( myndi samt borga sig miðað við verðið hér).   

Yfir og út í bili... farin að fá mér kaffisopa og setjast í skuggann áður en lýsið lekur gersamlega af mér hér (mætti nú alveg fara smá samt ) Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunna-Polly

OMG se angistarsvipinn a Patta fyrir mer thar sem hann heldur um VISA kortin , gera eins og eg stinga af sjalf med Kortin

Gunna-Polly, 12.4.2007 kl. 14:56

2 Smámynd: Saumakonan

ROFL nei hann er ótrúlega rólegur yfir þessu sko. Ætla að kaupa jólaföt á skæruliðana líka, alveg hrikalega sæt jakkaföt (buxur/belti/skyrta/bindi/vesti og jakki) á aðeins tæpl 1800 kall!!!   Sæi þetta í anda kosta svona lítið heima!!  Maður getur sko algerlega misst sig í þessari búð.... (svona álíka og "Ullared" í Sverige sem maður fór í 2svar til 3svar á ári og fataði familíuna upp hehehhe)

Saumakonan, 12.4.2007 kl. 16:38

3 Smámynd: Gunna-Polly

EG FER SKO EKKI I ULLARED *HROLLUR*

Gunna-Polly, 13.4.2007 kl. 14:58

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Það mætti halda að þú hafir lent inn í Debenhams....

Heiða Þórðar, 13.4.2007 kl. 23:36

5 identicon

Ég sá heimaldarmynd í dag um þrælkun í asíu, indlandi n.t.t. ódýr föt = ódýrt og ólöglegt vinnuafl

Hjördís (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 21:22

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er gallinn við svona ódýrar búðir ... mann langar í ALLT! Síðustu árin hef ég ekki farið inn í slíkar verslanir ... en ég er heldur ekki með litla orma eins og þú, ekki lengur. Gangi þér vel að koma þessu öllu heim, elskan mín. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.4.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband