fjúffffff.....

22ja stiga hiti í skugga og maður situr bara með ískaldan ávaxtadrykk í hönd úti í blíðunni Wink

Úðarinn búinn að vera í gangi hér í garðinum og skæruliðar hafa unað sér vel við að hlaupa í gegnum vatnið til að kæla sig niður enda veitir ekki af þar sem allavega minn litli svitnar og svitnar í hitanum. Liggur við að mann langi að hlaupa þarna í gegn líka Tounge   en.. held að það verði nú bara sturta í kvöld í staðinn. Húsfrúin og ég sendum pabbana með elstu skæruliðana í dýragarð í Lyon í dag og vorum bara í rólegheitum sjálfar heima með minnstu stubbana... voru það eiginlega kærkomin rólegheit frá búðarrápi og skoðunarferðum hehe Grin  Ég komst í handavinnuhorn í einni búð og náði mér í eitthvað til að gera því ef ég hef ekki saumaskapinn þá er eins og það vanti á mig hendurnar!  Ég bara VERÐ að hafa eitthvað að gera í höndunum! Sat hér í rólegheitunum úti og saumaði á meðan minnsti skæruliðinn svaf bara á samfellunni í vagninum.

Voða næs líka að sitja með saumadótið á kvöldin þegar skæruliðar eru komnir í ból og fullorðna fólkið situr með rauðvín eða bjór í hendi (og ég ávaxtadrykkinn minn hehe) og slappar af eftir daginn Smile  Oft eru þá planlagðir næstu dagar... hvert á að fara... hvað að skoða ofl enda margt að skoða hér í nágrenninu... einn fegursti bær Frakkland "Perouges" er hér bara í örskots fjarlægð.. næstum hægt að labba þangað en verst að það yrði allt uppímóti svo mínar lappir myndu mótmæla hástöfum svoleiðis labbitúr Frown   Verður gaman að sjá hvað kemur útúr spjallinu í kvöld... þeas hvert eigi að fara á morgun Smile

Hafið það gott þar til næst elsku vinir... veit allavega að ÉG mun hafa það ógisslega næs hér í blíðunni .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ánægjulegt að heyra að veðrið leikur við þig ljúfan! Hélt nefnilega a bandóðir hryðjuverkamenn léku lausum hala hérna fyrir utan herbergisgluggann hjá mér í morgun....

Heiða Þórðar, 11.4.2007 kl. 11:53

2 Smámynd: Saumakonan

hmm... vont veður?     Hér er núna 22ja stiga hiti enn eina ferðina... maður er bókstaflega að kafna!  Drekk vatn og gosdrykki í lítravís og lýsið lekur af manni!

Saumakonan, 11.4.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband