28.3.2007 | 09:08
bloggvafr....
Yfirleitt snemma á morgnana vafra ég um bloggheima og alveg er kostulegt að þótt maður sé úrillur og geðvondur (ef nóttin hefur verið slæm) að alltaf tekst að létta mér lundina með þessum lestri. Margir snilldarpennar hér á ferð og oftar en einu sinni hefur komið fyrir að lyklaborðið hjá mér sé í stórhættu þegar kaffið mitt (eða kókið) gusast útúr mér í hlátursrokum. Held ég þyrfti að fá mér vatnshelt lyklaborð!
Netið er til margra hluta nytsamlegt en úff hjálp... alltof freistandi að versla þar líka!! Get algerlega gleymt mér við að skoða handavinnuvörur tildæmis *flaut*
Nú sýður vatnið í neskaffið mitt (nenni ekki að hella uppá fyrir mig eina) svo ég ætla að njóta þess að fá mér kaffibolla áður en amstur dagsins hefst fyrir alvöru..... Þar sem samkvæmt frétt mbl fyrir nokkrum dögum var staðhæft að kaffidrykkja væri ekki slæm fyrir blóðþrýstinginn er ég meira að segja að spá í að fá mér TVO bolla!! Ekki veitir af til að koma manni í gang svo maður geti farið að gera eitthvað af viti hér... kanski reyna að skríða eftir gólfinu og tína upp öll kleinuhringjafræin sem sonur minn er svo iðinn við að dreifa útum allt? *dæs*
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
innlitskveðja
Ólafur fannberg, 28.3.2007 kl. 10:24
hahaha, eins gott að ég var ekki með kaffi uppímér (1. bollinn runninn niður) þegar ég skoðaði "búðamyndina" betur!!!
Kaffidrykkjukveðja...
SigrúnSveitó, 28.3.2007 kl. 10:42
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.3.2007 kl. 11:09
Myndin minnir ógnvekjandi mikið á ykkur "hjónin"
Hjördís mága (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.