Fjandans eirðarleysi....

Skil ekki hvaðan þetta kemur... eða af hverju þetta er svona?

Rólegur dagur hjá mér í dag... geri átómatískt nauðsynlegu húsverkin... treð í þvottavélina... þurrkarann.. tek úr.. brýt saman...      Uppvaskið í uppþvottavélina... tíni upp dót og drasl... og jú nógur tími til að sauma meira að segja.    Pestarpúkafjandinn á undanhaldi (vonandi allavega) og skæruliðar ekki eins kröfuharðir á mömmufang svo af hverju sit ég ekki og sauma í rólegheitum núna?

Sit hér við tölvuna... fletti í gegnum bloggsíður og vafra um netheiminn og man ekki stundinni lengur hvað ég var að skoða áðan.  Settist niður áðan og saumaði smá aftursting í leynimyndina en henti henni svo frá mér... hreinlega nennti ekki að sauma fjárans afturstinginn!  Var að spá í að baka smá en neibb... hreinlega nenni því ekki!    Það er eins og heilinn sé bara ekki alveg í sambandi... kanski eru þetta eftirköst eftir annasama helgi... baráttu við pestarpúkafjandann eða kanski bara OF rólegt í kringum mig núna???  Ekkert að stressa sig yfir... ekkert sem liggur á að gera...  Af hverju er ég þá svona eirðarlaus???  

Ohh fjandinn.... best að sjá hvort ég nái ekki að sauma eins og einn spotta áður en ég hendi saumadraslinu frá mér aftur! grrrrrrrrrrrrrr!  Var ég einhverntíma búin að segja það að ég HATA aftursting!!???Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kannski kanntu bara ekki að gera ekki neitt og hafa það gott á meðan????

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Saumakonan

LOL já kanski... það er nefnilega ALDREI lognmolla í kringum mig... með fullt hús af börnum og yfirleitt aukafólk í mat og nóg að gera!  

Saumakonan, 26.3.2007 kl. 15:52

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Leyfðu þér bara að gera ekki neitt! Það er bara fínt á köflum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 19:21

4 Smámynd: Gunna-Polly

hún kann ekki að gera ekki neitt

Gunna-Polly, 26.3.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband