23.3.2007 | 23:38
Hrokkin í gírinn...
tjaaa allavega saumagírinn
Fyrst ætla ég að byrja á að þakka ykkur elskurnar fyrir öll knúsin sem ég fékk... þau voru mikils virði fyrir mig... alltaf gott að fá knús þegar maður er eitthvað "down"
Skal reyna að vera duglegri að blogga en ég hef verið undanfarið... Hef bara ekki haft mig í það einhvernveginn og það er eins og ég hafi þurft "spark í rassinn" til að koma einhverju hér á prent.
Skapið er allavega skárra og heilsan líka... það virðist fylgjast vel að þessi andsk... hehehe
Af leynimyndinni að segja hef ég ekki saumað spor í maaaarga daga! Einhvernveginn datt ég úr "gírnum" með hana og hef ekki fengið mig til þess að taka hana fram... enda þegar ég kom heim úr ferðalaginu til vinkonu minnar þá lagði ég pokann með garninu einhversstaðar og ég hef greinilega falið það svo vel að ég hreinlega finn það ekki aftur! Ohh jæja... það finnst örugglega þegar ég fer að rífa allt fram og finna til fyrir Frakklandsferðina mína sem er eftir... jedúddamía... aðeins tæpar 2 vikur!
Aftur á móti hef ég verið ansi dugleg við að sauma í Merry Xmas risamyndinni og nú ætti að sjást þónokkur munur jafnvel þótt mér finnist ekkert ganga því hún er svo hrikalega stór hehehe
til vinstri er 7 vikna myndin en sú til hægri var tekin áðan, eða 10 vikna árangur.
Nú er bara að sjá hvort ég finn pokann með garninu mínu svo ég geti haldið áfram með leynimyndina... þyrfti nú eiginlega að drífa í henni svo hún þurfi ekki að bíða á meðan ég er í fríinu mínu og þið enn að giska
Hér fylgir allavega mynd sem ég tók af henni áðan... og sést að ég saumaði pínkupons á meðan ég var hjá vinkonu minni fyrir 2 vikum síðan... það er að segja áður en aumingja greyið var sett uppí hillu og látið dúsa þar.
Svo nú er bara að halda áfram að giska hehehe *púkaglott*
Yfir og út... farin að skola af mér skítinn og koma mér svo í bælið að knúsa kallinn minn. Eigið góða drauma elskurnar
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.