Orkulaus, skapill, öfugsnúin og geðvond...

jámm... akkúrat lýsingin á mér núna!  

Stundum langar mann bara að skríða undir sæng og liggja þar næsta hálfa mánuðinn og þannig er veröldin búin að vera hjá mér undanfarna daga.

Fór í mjög skemmtilega ferð samt til vinkonu minnar um helgina... komst þó ekki heim fyrr en á mánudeginum þar sem við urðum veðurteppt á leiðinni en það var í lagi svosem... var bara í besta yfirlæti hjá tengdó á meðan Smile

Síðustu dagar hafa verið... tja hvað á maður að kalla það... mjög "erfiðir" kanski?   Heilsan að bögga mig... kallinn þurfti að fara suður í jarðarför (3ja jarðarförin í familíunni á 4 mánuðum) svo ég var ein heima með skæruliðana á meðan... ekki þýddi að fara með þá með suður. 

Yngsti skæruliðinn þarf að fara í rannsóknir... eitthvað ekki eins og á að vera hjá honum en vonandi verður hægt að bæta úr því. 

Æji það eru bara sumir dagar verri en aðrir og akkúrat núna er einhver "lægð" sem erfitt er að rífa sig uppúr...   hef varla snert á saumadóti... búið að vera brjálað að gera hjá mér og mér finnst einhvernveginn eins og ekkert gangi!  Mig hlakkar ekki einu sinni til að fara til Frakklands!!! Undecided

Og aumingja kallinn minn tekur öllu með jafnaðargeði.... knúsar mig bara þessi elska og bíður að þetta líði hjá... úff það sem á hann er lagt!   

Yfir og út þar til næst þegar ég hef orku í að blogga ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Risaknús á þig !  Þú veist hvar ég er ef þig vantar eyra

Gerða Kristjáns, 15.3.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sendi þér knús og góðar kveðjur. Svona tímabil koma hjá öllum ... vertu ekkert að skammast í sjálfri þér fyrir það og gott að vita að þú eigir góðan karl sem skilur þig. Saumakellingin mín sífulla ... hehehehehe!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.3.2007 kl. 19:13

3 Smámynd: Gunna-Polly

*knús* frá einkaþjónustufulltrúanum þínum í Gunnubúð

Gunna-Polly, 15.3.2007 kl. 21:16

4 Smámynd: Ólafur fannberg

knús

Ólafur fannberg, 16.3.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband