Ég er ekki....

klígjugjörn að eðlisfari en eitt er það sem ég hreinlega þoli ekki að vera nærri og það er LÚÐA!!!  Einhvern veginn fer lyktin af nýrri lúðu alveg skelfilega í mig og ég er gersamlega að því komin að æla ef ég þarf að vera þar sem er verið að gera að lúðu...        Akkúrat þannig líður mér núna því vaskurinn minn angar af lúðu eftir kallinn!! Sick  Langar mest að flýja heimilið!!!!

Ekki misskilja mig... ég elska soðna lúðu með nýjum kartöflum og smjöri... eða já steikta á pönnu með brúnni sósu *smjatt smjatt* en bara einhver annar verður að gera að henni og koma henni í pottinn/ pönnuna!!!  *hrollur* Sick   

 

jæja að öðru... ég lofaði daglegu "uppdeiti" af leynimyndinni minni og jú eitthvað hefur skeð í dag svona á milli húsverka Joyful

dagur 2 Eitthvað er nú myndin léleg... var ekki með flassið á því einhvern veginn urðu þær allar of ljósar myndirnar svo ég hreinlega nennti ekki að vera að fikta í myndavélinni til að fá betri mynd.  

Ég hef nú líka saumað smá í Merry Xmas... allavega nokkur spor en þvílíkur munur á 2 myndum... get saumað heila þræði í sama lit án þess að skipta á milli í þessari hehehe Grin

Svo er bara spurningin.... HVAÐ er þetta sem ég er að sauma??? thíhí.. enginn veit... (nema Gerða og hún má ekki kjafta Police)   Og einhver sem vill giska á hvað ég verð lengi með hana??  (  Hún er ca 105x130 spor eða jafngildi  ca 19x23cm )LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Vika í mesta lagi !

Gerða Kristjáns, 4.3.2007 kl. 23:47

2 identicon

Þetta ljósbláa er girðing... hitt er spurning.......

Lilja (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband