4.3.2007 | 00:14
Nýtt verkefni...
Þar sem ég var gersamlega orðin GRÆN af öllu grænu sem ég var að sauma á grænt ákvað ég að breyta aðeins til og byrja á minni verkefni til að grípa í inn á milli. Mér tókst að klára bls 6 af Merry Xmas og þá fann ég til efni og garn í alveg geggjaða mynd sem ég bara hreinlega VARÐ að sauma... er eitthvað svo mikið ÉG nebbnilega
Ég ákvað að sýna ykkur ekki hvernig þessi mynd kemur til með að líta út heldur bara lofa ykkur að fylgjast með dag frá degi í staðinn
Byrjaði á henni í kvöld og hér er fyrsti árangurinn (soldi mikið af bláu hehhe)
Get allavega lofað að þessi er svolítið "spes" enda kolféll ég fyrir henni um leið og ég sá hana! (Gerða.. bannað að kjafta frá!)
Auðvitað kem ég til með að halda áfram með Merry Xmas.. bara þægilegt að hafa eina svona litla sem hægt er að grípa í þegar maður er orðin leið á að gera eitt spor... ganga frá enda... eitt spor af þessum lit... ganga frá enda... fjúfffffffffffffffffffffffffffff getur gert mann gráhærðan... sauma og sauma og 3/4 af tímanum fara í að skipta um lit og ganga frá endum!!!
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahaha þessi verður geggjuð
Gerða Kristjáns, 4.3.2007 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.