Ég er alltaf að fá vinninga....

sem ég get svo ekki notfært mér!!!  

Málið er að ég skráði mig í NÚIÐ einhvern tíma fyrir langa löngu og fæ þá sent í pósti skoðanakönnun/spurningar/tilboð hvern virkan dag.  Maður velur kassa fyrir hvern dag og í hvert sinn hefur maður 1 af 5 mögulegum sénsum að vinna eitthvað.   Ég svara samviskusamlega spurningum og skoðanakönnunum... neita gylliboðunum um að verða áskrifandi af hinu og þessu og jújú.. ég er búin að fá fullt af "vinningum" en málið er að það er bara ekki fræðilegur möguleiki að ég geti notfært mér neitt af þessu!  

   Ég er td ekki að fara að fá mér gelneglur svo ekki get ég nýtt mér 20% afslátt af því...    Þegar maður býr í langtíburtistan þá get ég nú lítið glatt mig með að fá 2 fyrir 1 á Hereford , Café Opera eða Carpe Diem (sem gildir bara í mánuð )...     jújú... flott flott að fá fría plokkun og litun EF ég væri að fara í ANDLITSBAÐ á stofu?  öhmm.. já það er svoooo mikið ÉG eða þannig!   Frítt nudd og maski fylgir andlitsmeðferð á öðrum stað....   Hey jú... maður ætti kanski að skella sér í 2 vikur frítt í JI JITSU????    Hlýt nú að koma því að  í MÖRGU (ehmm)  borgarferðunum mínum sem taka að meðaltali 2-3 daga og eru fullbókaðar frá A til Ö!   Núhhh eða skella sér í brúnkumeðferð í kuldanum... fengi 25% afslátt þar!  

Vantar bara flugferð suður svo ég komist nú í öll þessi herlegheit... þvílík gylliboð maður! 

*dæs*

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband