Það er svo margt sem mig langar til að sauma...

en mér endist ekki ævin til að  gera allt!   Held áfram að sauma "Merry Xmas" myndina mína og hún gengur bara þrælvel... set inn uppdeit af henni næsta föstudag þar sem ég ákvað að herma eftir einni vinkonu minni og hafa WIP daga á föstudögum Wink  

Samt er svo furðulegt að þótt ég hafi NÓG að gera... bæði á heimilinu og í saumaskapnum... þá langar mig samt til að byrja á einhverju nýju!!   Úff ruglið maður.... en svona erum við saumakellingar, alltaf með eitthvað nýtt á prjónunum (saumunum í þessu tilfelli hehe).

Ég fékk sendingu að utan um daginn og þar á meðal var ein geeeggggjjjuð mynd sem ég bara VERÐ að sauma!  Hef hana fyrir augunum daglega og slefa yfir henni af löngun til að byrja en neibb... ég ætla ekki.. ætla ekki.. ætla ekki.....   ohhhhh freistingar freistingar!!!theark

Hér er sú mynd...    The Ark frá Stoney Creek.

Er alveg hrikalega veik fyrir svona myndum... haldiði ekki að hún myndi sóma sér vel uppá vegg hjá mér??? hehehe Grin

Ohhh þarf svo að fara að byrja á minni verkum til að gefa í jólagjafir næstu jól... veitir ekki af að byrja snemma þar sem familían er stór sem heimtar handgerðar gjafir hehe Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ekki byrja á henni fyrr en þú ert búin með jólamyndina !!  Það hvetur þig áfram kona !

Gerða Kristjáns, 27.2.2007 kl. 19:50

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Þú ert alveg... er ekki enn febrúar hjá þér

Eygló Þóra Harðardóttir, 28.2.2007 kl. 02:28

3 Smámynd: Saumakonan

hehehe jú það er víst... en ekki er ráð nema í tíma sé tekið, svo svakalega mikið sem ég þarf að sauma fyrir næstu jól!  Bara verst að öll "minni" verkin sem ég sauma get ég ekki sýnt hér... ekkert gaman að vita fyrirfram hvað maður fær í jólagjöf! hehehehe

Saumakonan, 28.2.2007 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband