letisaumalíf ásamt fleiru....

Sit hér með kaffibolla við hliðina á mér....  lillgutti sofandi og Ducktales í imbanum fyrir miðgutta.

Ahh... notalegt að hafa svona rólegt í kringum sig, þurfti að kíkja á póstinn hjá mér en annars horfi ég bara á draslið í kringum mig og ætla samt að setjast niður og sauma... hreinlega nenni ekki að taka til í svínastíunni strax.   Iss draslið hverfur ekkert... sama hvað maður reynir að ímynda sér hvíta stormsveipi eða græna kalla sem hoppa uppúr flöskum og þrífa fyrir mann í auglýsingunum.  Alger skömm að þessu, eiga ekki auglýsingar að vera réttar?? Hvar kvartar maður???

Þvottaskrímslið fær að vera í friði fram yfir hádegi allavega... nær örugglega að vaxa helling þangað til en mér er nokk sama.. ég er LÖT og ætla að fá að vera LÖT í smá tíma!   Svona kellingar eins og ég.. með fullt hús af börnum fá aldrei "frí" svo það er um að gera að nýta þennan litla rólega tíma í aðal áhugamálið og geta setið án þess að vera með eyrnatappa og heyrnaskjól útaf slagsmálum í skæruliðum.    

Ætla meira að segja að sleppa því að elda í dag!   Heimilisfólkið fær bara afganga í dag eftir dýrindis máltíðirnar um helgina!  

jájá.. hvað geri ég... eyði tímanum í að sitja hér og pikka í staðinn fyrir að hlamma mér í sófann? hvusslags er þetta eiginlega....    farin að sauma!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Það er gott að vera latur stundum.......hey ég saumaði í gær og í dag !!  Ótrúlegt en satt hahaha

Gerða Kristjáns, 26.2.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband